138. löggjafarþing — 27. fundur,  17. nóv. 2009.

kjararáð.

195. mál
[15:40]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé út af fyrir sig ekki miklu við þetta að bæta, að það sé fram komið sem hér skiptir máli. Við munum í sjálfu sér taka þá punkta sem fram hafa komið inn í umfjöllunina í efnahags- og skattanefnd, en ég hef ekki séð nein efnisleg rök koma fram í umræðunni enn sem komið er til annars en einfaldlega að framlengja þeim sjálfsögðu ákvæðum sem sett voru inn við þær einstöku aðstæður sem við búum við, þær aðstæður hafa hvergi farið og þær eru enn og þess vegna verður einfaldlega að framlengja ákvæðunum.