144. löggjafarþing — 27. fundur,  4. nóv. 2014.

dráttur á svari við fyrirspurn.

[13:37]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill koma með nýjustu tölur um stöðu mála varðandi fyrirspurnir sem lagðar hafa verið fram til skriflegs svars. Þær eru ekki lengur 168, eins og forseti las upp miðað við gögn frá 23. október, heldur eru þær orðnar 177.

Forseti hefur jafnframt athugað nánar þá fyrirspurn sem hv. þm. Oddný G. Harðardóttir kallaði eftir svörum við. Forseti las af forsetastóli tilkynningu um að fjármálaráðuneytið hefði óskað eftir þessum fresti vegna þess að ekki hefði unnist tími til að ljúka svörum. Sá frestur sem óskað var eftir á að renna út eigi síðar en 6. nóvember.

Varðandi fyrirspurn hv. þm. Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, 9. þm. Norðaust., hefur svar við henni borist og verður útbýtt í dag.

Forseti bregst nú greinilega mjög hratt við.