Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 27. fundur,  8. nóv. 2022.

umfjöllun nefndar um brottvísanir hælisleitenda.

[14:11]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Mér finnst nú bara allt í lagi að koma og ræða þetta aðeins hér í þingsal af því að þetta er einmitt aðeins stærri vandi en bara í þessari einu nefnd. Það er klárlega merki um að það sé einhvers konar vandi til staðar þegar ekki er verið að virða þær örfáu leiðir sem stjórnarandstaðan hefur til að hafa einhvers konar stjórn á umræðunni og líka bara að sinna sínu mikilvæga eftirlitshlutverki, og það er að farið sé eftir þingskapalögum í nefndum. Þegar þrír þingmenn biðja um fund og það er mjög skýrt og það er samþykkt að fá gesti á fund en svo koma þeir gestir ekki, fá ekki boð á fundinn og fá ekki einu sinni sendar fyrir fram þær spurningar sem var ákveðið að ætti að senda gestunum, þá er það náttúrlega merki um að það sé eitthvað sem er ekki alveg að ganga eins og það á að ganga. Mögulega gæti forseti verið í liði með okkur sem erum að sinna þessari mikilvægu eftirlitsskyldu hér á þingi, (Forseti hringir.) að við fáum að beita þeim örfáu tólum sem við höfum til að sinna því eftirliti.