146. löggjafarþing — 28. fundur,  9. feb. 2017.

stefnumörkun í fiskeldi.

[11:22]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Frú forseti. Það gleður mig mjög að hæstv. ráðherra talar um að farið verði í óháð áhættumat, það er mjög mikilvægt. Ég mun fylgjast með því. Svo má kannski bæta því við að ef á annað borð á að auka fiskeldi, ef við komumst að þeirri niðurstöðu eftir að þetta áhættumat hefur verið gert að þetta verði í lagi, sem ég efast um að verði niðurstaðan, ætti þá ekki a.m.k. að bjóða upp hugsanlegan fiskeldiskvóta og láta viðkomandi byggðir njóta hluta af þeim tekjum sem þannig koma inn?