151. löggjafarþing — 28. fundur,  27. nóv. 2020.

kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands.

351. mál
[20:24]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Stjórnvöld eiga á öllum tímum að forðast að grípa inn í kjaradeilur með lagasetningu, enda er samningsréttur launamanna varinn í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Það er á ábyrgð samningsaðila að ná samningum, en stjórnvöld hafa ekki staðið undir þeirri ábyrgð. Sú grafalvarlega staða sem upp er komin í öryggismálum þjóðarinnar er í boði ríkisstjórnarinnar. Stjórnvöld sváfu á verðinum. Ríkisstjórnin hefði átt að gera betur og koma í veg fyrir að neyðarástand skapaðist. Við í Samfylkingunni greiðum frumvarpinu ekki atkvæði. Lagasetningin er á ábyrgð stjórnarflokkanna.