152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[12:30]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Skipulagshlutverk forsætisráðherra og virk beiting þess í samræmi við þróun verkefna, nýjar áskoranir og pólitískar áherslur ríkisstjórnar á hverjum tíma eru gríðarlega mikilvæg stjórntæki framkvæmdarvaldsins. Það er nefnilega mikilvægt að endurskipuleggja verkefni í takti við tímann. Það er samfélaginu öllu til hagsbóta og endurspeglar um leið pólitískar áherslur. Sú tillaga sem hér liggur fyrir endurspeglar það. Hún hefur fengið vandaða þinglega meðferð og við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði munum greiða atkvæði okkar með henni.