152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[12:48]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hv. þingmenn virðast vera fastir í fortíðinni. Hvar er framtíðarsýnin? Þetta hefur ekkert að gera með það hvað bar hæst í kosningunum síðastliðið haust, ekki að mínu viti alla vega. Þetta snýst um að fjárfesta til framtíðar og fjárfesta í fólki og með því að endurskipuleggja stjórnkerfið með þessum hætti þá gerum við það. Það er alla vega mín sannfæring að sú vinna sem farið var í í haust, sú vel ígrundaða vinna, skili okkur því að við getum farið að fjárfesta til framtíðar. Þetta er framtíðarsýnin. Hættið að dvelja í fortíðinni og stígið með okkur inn í framtíðina. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)