152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[13:01]
Horfa

Ingibjörg Isaksen (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langar til að koma hérna upp og taka þátt í þessum áhugaverðu umræðum um breytingar í stjórnsýslunni. Nú hef ég reynslu af sveitarstjórnarmálum, eins og hefur komið fram í ræðum mínum í áður, og á síðustu átta árum hefur bæjarstjórnin á Akureyri farið í stjórnsýslubreytingar tvisvar sinnum, tvisvar sinnum á átta árum. Af hverju er það gert? Vegna þess að þar hefur verið meiri hluti starfandi sem hefur reynslu af því sem hefur verið í gangi og hefur áttað sig á því að það er mikilvægt að gera breytingar. Hér erum við með ríkisstjórn sem er að starfa saman sitt annað kjörtímabil og þessar breytingar skipta máli og þær eru byggðar á reynslu síðustu fjögurra ára. Hér hefur verið talað um staðnaða stjórn, stjórn sem ætli ekki að gera neitt. Við erum hér með stjórn sem þorir að taka ákvarðanir, þorir að ráðast í breytingar. Ég fagna þessum breytingum og ég hef trú á þeim.