Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 28. fundur,  9. nóv. 2022.

heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni í geðlækningaskyni.

163. mál
[17:23]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Vilhjálmi Árnasyni fyrir svörin. Það er gott að við erum tilbúin að hugsa út fyrir boxið. Já, ávanabindandi; það er einmitt mjög mikilvægt að ekki sé verið að skapa fíkn með þessu. En það er hægt að rannsaka þessi mál.

Mig langaði í seinni spurningunni að nefna það sem kemur fram í greinargerðinni, þ.e. að sílósíbín er virka efnið í 250 mismunandi sveppategundum. Mig langaði því að spyrja hvort hv. þingmaður hafi vitneskju um það hvort skilyrði séu fyrir því á Íslandi að framleiða þetta efni í massavís, ef þetta gengur upp, hvort þetta sé kannski möguleg útflutningsvara í framtíðinni.