Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 28. fundur,  9. nóv. 2022.

fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða.

397. mál
[18:12]
Horfa

Flm. (Þórarinn Ingi Pétursson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið og spurningin varð næstum því til þess að ég óskaði eftir því að fara í aðra ræðu en ég held að ég bíði aðeins með það. Vissulega er það draumsýnin og draumurinn að horfa á ákveðið hringrásarhagkerfi í þessu samhengi. Ég held að við séum ekki komin alveg þangað að við getum endurunnið allt rúlluplast sem hér fellur til út af vissum ástæðum. En að stærstum hluta er vel staðið að því að safna því og það er flutt út í aðra vinnslu. Síðan er t.d. að koma á markað, og það er mjög áhugavert, lífrænt plast úr ákveðinni sterkju sem er ekki plast en einhver filma sem á að geyma rúllur í og það á að prófa það hér á næsta ári. Loftslagsmál, umhverfissjónarmið o.fl. — tíminn leyfir það ekki að fara lengra en við gætum rætt þessa hluti mjög lengi.