142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:58]
Horfa

Frsm. minni hluta allsh.- og menntmn. (Helgi Hrafn Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal sérstaklega fyrir að taka þátt í þessari umræðu því að það hefur skort svolítið á að við tökum efnislega umræðu einmitt um þessi málefni. Það eru fá málefni sem standa nær hjörtum okkar pírata en friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsi, þessi gömlu góðu borgararéttindi sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. En núna getum við ekki tekið þeim sem sjálfsögðum hlut. Því langar mig frekar að svara spurningu hv. þm. Péturs H. Blöndals um hvað persónuvernd er. Hún er hérna, hún er hérna í pontunni að reyna að stoppa ágang á friðhelgi einkalífsins, að hindra það að sífellt verði gengið lengra. Þó að ég kunni vel að meta svar hv. þm. Péturs H. Blöndals þá skil ég ekki enn þá, kannski vegna fávisku minnar, hvar þetta á að enda.