152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[12:33]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Heimurinn hefur breyst mikið á síðustu tveimur árum. Hér hefur verið talað um ártalið 2011. Síðan þá hefur heimurinn virkilega breyst. Minni hlutinn talar um að við skulum takast á við nýjan heim með gömlum og úreltum verkfærum. Við sem sitjum í núverandi ríkisstjórn erum komin lengra. Sumir þingmenn hafa haft virkilegar áhyggjur af aðkomu Framsóknarflokksins í þeirri ríkisstjórn. Ég vil bara minna á það að nýjar skoðanakannanir sýna að þjóðin óskar miklu frekar eftir meiri aðkomu Framsóknarflokksins að stjórnvöldum hér á landi.