140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

ráðherranefnd um breytingu á stjórn fiskveiða.

[15:03]
Horfa

Ólöf Nordal (S):

Frú forseti. Nú hefur ríkisstjórnin skipað ráðherranefnd samanber 9. gr. laga um Stjórnarráð Íslands til að taka að sér verkstjórn í sjávarútvegsmálum. Hæstv. fjármálaráðherra upplýsti á mánudag að hæstv. sjávarútvegsráðherra hefði ekki beina aðkomu að nefndinni. Hann er sem sagt, eftir því sem hér hefur komið fram, vinnuhjú hjá verkstjórum nefndarinnar.

Vegna þessa er nauðsynlegt að hæstv. forsætisráðherra upplýsi þingið um ráðherranefndina og ég spyr:

1. Hverjir sitja í nefndinni?

2. Hver stýrir starfi nefndarinnar?

3. Hefur erindisbréf þessarar nefndar verið birt og ef það hefur ekki verið birt, verður það ekki gert án tafar?