140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

ráðherranefnd um breytingu á stjórn fiskveiða.

[15:07]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Það eru engin leyndarmál á ferðinni. Stjórnarandstaðan gefur sífellt í skyn að til séu alls konar leyniskjöl um hitt og þetta (Gripið fram í.) og nú á það að vera það erindisbréf eða það umboð sem þessi nefnd hefur. (Gripið fram í.) Það er alveg sjálfsagt að hv. þingmaður fái það bréf sem sent var til að fylgja eftir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar (Gripið fram í.) og það er ekkert (Gripið fram í.) sem segir um það í stjórnarráðslögunum að viðkomandi fagráðherra skuli sitja í ráðherranefndum eins og hv. þingmaður veit. Það stendur bara, með leyfi forseta:

„Forsætisráðherra getur ákveðið, með samþykki ríkisstjórnar, að skipa ráðherranefndir til að fjalla um einstök mál eða málaflokka.“

Og:

„Forsætisráðherra stýrir fundum ráðherranefnda eða felur öðrum ráðherra að stýra fundum ráðherranefndar.“

Formaður er velferðarráðherra og nefndin mun (Forseti hringir.) að sjálfsögðu hafa fullt samráð við sjávarútvegsráðherra og upplýsa hann um gang mála.