140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér greiðum við atkvæði um styrki sem Evrópusambandið veitir vegna aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Ég vil biðja hv. þingmenn Vinstri grænna sérstaklega að horfa á þetta og átta sig á því af hverju Coca Cola eyðir svo miklum peningum í auglýsingar. Þetta mun virka nákvæmlega eins og auglýsingamarsinn sem Coca Cola setur á til að auglýsa merki sitt. Þetta mun valda því að margir munu snúast til hollustu við Evrópusambandið og getur orðið mjög hættulegt í því að breyta skoðunum fólks. Verið er að bjóða sveitarstjórnarmönnum og öðrum til Evrópusambandsins í lystireisur og menn kalla það kynningu á Evrópusambandinu. Það er verið að stofna til verkefna á Íslandi í atvinnuleysinu og fólk veit (Forseti hringir.) hver borgar saltið í grautinn hjá því.