141. löggjafarþing — 29. fundur,  5. nóv. 2012.

diplómanám á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun.

266. mál
[17:29]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Frú forseti. Ég þakka líka hv. þingmanni. Ég get tekið undir það með henni að svona verkefni eru ekki sjálfgefin og það skiptir mjög miklu máli að vilji löggjafans og framkvæmdarvaldsins sé skýr í því. Ég ítreka að Háskóli Íslands er mjög áhugasamur um að halda verkefninu áfram.

Mig langar að bæta því við, af því hv. þingmaður vísaði í lög og stjórnarskrá, að í framkvæmdaáætlun sem við höfum nýlega samþykkt í málefnum fatlaðra er sérstaklega talað um jafnrétti til náms fyrir alla fatlaða einstaklinga og fjölbreytni í námsframboði. Ég held að hvert sem litið er eigi þetta verkefni sér goða stoð í því sem við höfum rætt og samþykkt hér. Það sem meira er um vert er að reynslan af því er góð. Ég held að við eigum því að halda áfram með þetta mál og mun beita mér fyrir því.