142. löggjafarþing — 29. fundur,  17. sept. 2013.

sæstrengur.

[17:03]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Herra forseti. Ég þakka svör ráðherra og ég þakka umræðuna sem hér hefur farið fram og er okkur gagnleg. Það er gagnlegt í þessu máli að við spyrjum gagnrýnna spurninga.

Það er svo og ég tek heils hugar undir með hv. þm. Oddnýju Harðardóttur að við eigum erfitt með að ræða þetta áfram ef við fáum ekki meiri upplýsingar. Þetta er í eins konar getgátustíl út af því að það vantar að hæstv. ráðherra fari þessi sjö skref, fari að tillögu ráðgjafarhóps sem samanstóð af fólki úr öllum flokkum og fjölda hagsmunaaðila sem allir voru sammála um að fela hæstv. ráðherra málið, gefa á hann boltann og báðu hann um að fara í þessi sjö skref svo við gætum hafið betri umræðu, upplýstari umræðu. Það er ekki nægjanlegt að við tölum saman um þetta í einhverjum getgátustíl. Okkur vantar vissulega að vita meira.

Ég tel miklu heillavænlegra að gera það, að við komum til baka í október og fáum þær upplýsingar sem beðið er um hérna, sem tillögur gera ráð fyrir, svo við getum fært umræðuna upp á næsta stig en þreytum ekki hvert annað í karpi um hvað og ef. Það gagnast okkur lítið.