143. löggjafarþing — 29. fundur,  29. nóv. 2013.

seinkun klukkunnar og bjartari morgnar.

197. mál
[11:24]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta. Það er vissulega rétt, það eru mjög mörg sjónarmið uppi og þetta er vissulega bara ákvörðun sem við tökum um hvað sé réttast í þessu. Svo er líka til hópur sem þjáist af skammdegisþunglyndi og hann einkennist af því örugglega að sofa fram eftir og eiga erfitt með að vakna á morgnana, svo vaknar hann og þá er styttra í að myrkrið komi.

Ég lýsi mig tilbúinn til að taka þátt í þeirri vinnu sem í þessu felst og skoða þetta með opnum huga.