145. löggjafarþing — 29. fundur,  4. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[20:57]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég lýsi sárum vonbrigðum mínum yfir því hvernig staðið hefur verið að þessu máli. Ég tel að ríkisstjórnin hafi haft tækifæri til að kynna það og koma þannig fram við okkur í stjórnarandstöðunni að við hefðum hugsanlega getað staðið með þeim í málinu vegna þess að það er auðvitað vilji okkar allra í þessum sal að það verði farsællega leyst. Ég lýsi sárum vonbrigðum mínum yfir að þessari ríkisstjórn tókst ekki að halda þannig á málum að við værum sátt við það sem við okkur hefur verið sagt og það sem okkur hefur verið kynnt.