150. löggjafarþing — 29. fundur,  11. nóv. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[15:54]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum að fjalla um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og þar er verið að sameina tvær stofnanir. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um vaxtakjör og uppgreiðslu lána frá Húsnæðisstofnun. Vextir þeirra eru mjög háir, þeir eru frá 4,5% og alveg yfir 5%. Á sama tíma geta ákveðnir hópar nýtt sér lífeyrissjóðslán og fengið vexti sem eru vel neðan við 2%. Mér sýnist að það eigi að breyta þessu. En það er ákveðinn hópur sem á að sitja eftir. Það verða ákveðin lánasöfn áfram á þessum háu vöxtum sem ákveðinn hópur getur ekki breytt vegna þess að sumt af þessu fólki hefur ekki einu sinni tækifæri til að greiða upp lán eða sækja um lífeyrissjóðslán. Er það staðreyndin? Á að skilja ákveðinn hóp eftir í háum lánum sem fólk getur ekki breytt?