150. löggjafarþing — 29. fundur,  11. nóv. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[16:13]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir andsvarið og hlakka til að heyra svarið við fyrri spurningu minni. Ég spyr líka út í kostnaðinn við þetta vegna þess að þegar verið var að skipta upp velferðarráðuneytinu og flytja til málaflokka á milli ráðuneyta kom ítrekað fram hér að það myndi ekki kosta neitt verulegt en ég held að við sjáum það nú að þær tölur muni hlaupa á milljónum, tugum milljóna eða jafnvel hundruðum milljóna. Mig langar því að fá að vita frá hæstv. ráðherra hver kostnaðurinn er við þetta. Sjáið þið fyrir ykkur einhvern sparnað við þetta? Nú eru starfsmenn Íbúðalánasjóðs 82 en Mannvirkjastofnunar 28, á að fara í umtalsverðar uppsagnir á því starfsfólki sem þar er? Eða liggur sparnaðurinn aðallega í að þarna verður einn forstjóri en ekki tveir?