152. löggjafarþing — 29. fundur,  31. jan. 2022.

umsækjendur um alþjóðlega vernd.

[15:27]
Horfa

félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Þær ákvarðanir sem við höfum tekið í félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneytinu eru einfaldlega þær að gera samning við Útlendingastofnun núna í nokkra mánuði til þess að ekki komi rof í þjónustuna sem við erum að taka við í ráðuneytinu og verður á okkar ábyrgð. Í þeim samningi sem ekki er búið að ganga frá er ekki fjallað um aðkomu Rauða krossins og ég er þeirrar skoðunar að á meðan við erum að reyna að samhæfa þjónustu hælisleitenda og þeirra sem hér hafa fengið alþjóðlega vernd þá þurfum við þetta ráðrúm sem ég vil gefa okkur, nokkra mánuði. Meðan á þeim tíma stendur hef ég ekki hugsað mér að segja upp samningi við Rauða krossinn og hef ekki hugsað mér annað en að gera samning við Útlendingastofnun um að sinna þessum málum þar til við höfum fengið (Forseti hringir.) ráðrúm til að haga þessum málum með samræmdum og góðum hætti.