152. löggjafarþing — 29. fundur,  31. jan. 2022.

nýskráning á bensín- og dísilbílum.

131. mál
[17:44]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Frú forseti. Ég vil þakka fyrir þessa umræðu og taka undir orð hæstv. ráðherra þegar hann lýsir því að hann vilji flýta sér a.m.k. ekki hraðar en þau markmið sem liggja fyrir segja til um. Varðandi þetta tiltekna atriði, skráning fólksbíla, þá mun það leysast af sjálfu sér að langmestu leyti. Þetta mun bara ráðast af því hvernig þróunin er hjá stærri bílaframleiðendum. Það hvort við setjum hér heima í regluverkinu markmiðið einhverjum árum fyrr eða seinna mun hafa hverfandi áhrif á niðurstöðuna. Þannig að ég held að það sé skynsamlegt að nálgast málið með þeim hætti sem ráðherrann lagði upp með. En ég vil á sama tíma segja að ef markmiðið er að styðja við orkuskipti þá megum við ekki gera mistökin sem voru gerð hér í desember þar sem tengiltvinnbílarnir voru hanteraðir með þeim hætti sem raunin varð, því að það mun raunverulega hægja á þeirri þróun sem markmiðið er þó sagt vera að styðja við.