140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er gert ráð fyrir álögum á lífeyrissjóði landsins upp á 1,4 milljarða vegna sérstakra vaxtaniðurgreiðslna. Þetta þýðir að almennu sjóðirnir sem verkafólk og iðnaðarmenn greiða til munu að sjálfsögðu greiða þetta en opinberu sjóðirnir, LSR, sérstaklega B-deildin og líka A-deildin, munu velta þessu yfir á ríkið, af því að ríkið ber ábyrgð á þeim sjóðum, með hærra iðgjaldi til A-deildarinnar og hærra sérstaks framlags til B-deildarinnar. Það iðgjald og þau sérstöku framlög frá ríkinu munu hinir greiða líka, þ.e. hinir almennu verkamenn og iðnaðarmenn í landinu.

Ég vara eindregið við öllum álögum á lífeyrissjóði af þessari ástæðu. Ég greiði atkvæði gegn þessu.