140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:58]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þingmönnum um að við þurfum að hafa áhyggjur af vaxtagjöldum ríkissjóðs. Hv. þm. Magnús Orri Schram sagði áðan: Nú erum við á réttri leið, þegar verið var að greiða atkvæði um tillögu að lækka vaxtagjöldin um 591 millj. kr. Það eina sem gerist við það að lækka vaxtagjöldin með þeirri tillögu sem samþykkt var áðan er að nú eru verðbætur færðar á höfuðstól í staðinn fyrir að vextir séu borgaðir beint. Það er trikkið við að ná niður hallanum á vöxtunum. En þetta bítur okkur náttúrlega í hinn endann þannig að þetta er ekki árangur til að stæra sig mikið af. (Gripið fram í: Á ekki að bókfæra þetta rétt?)