141. löggjafarþing — 29. fundur,  5. nóv. 2012.

varamaður tekur þingsæti.

[15:06]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hefur bréf frá hv. 2. þm. Reykv. s., Ólöfu Nordal, um að hún geti ekki sótt þingfundi eins og stendur. Þann 29. október sl. tók því 2. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Sigríður Á. Andersen, sæti sem varamaður og er hún boðin velkomin til starfa. Borist hefur bréf frá 1. varamanni flokksins í kjördæminu um að hann geti ekki tekið sæti á Alþingi í forföllum Ólafar Nordal vegna anna. Þessi skipti hafa verið tilkynnt á vef Alþingis.