144. löggjafarþing — 29. fundur,  6. nóv. 2014.

sérstakar umræður.

[14:56]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að hafa þetta langt. Þessi umræða sem við áttum hérna er gríðarlega mikilvæg eins og svo margar sem rata inn á dagskrárliðinn sérstakar umræður, en ég vildi gera athugasemd við það að mér finnst hún alltaf of stutt — ekki yfirleitt, heldur alltaf. Mér finnst við þurfa meiri ræðutíma, mér finnst við þurfa að geta talað oftar. Þetta dagskrárform er mjög gott að því leyti að það er rík hefð fyrir því að allir flokkar tjái sig um málin þannig að það verða rík samskipti, sem mér þykir mjög mikilvægt, og gagnleg.

Mér þykir þessi umræða sérstaklega sýna að þetta sé gagnleg umræða því að henni lýkur, a.m.k. í þetta skiptið, á mjög jákvæðum nótum að mínu mati.

Það var ekki fleira sem ég vildi nefna að þessu sinni — nema bara að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.