146. löggjafarþing — 29. fundur,  21. feb. 2017.

stuðningur við ríkisstjórnina.

[13:46]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Skoðanakannanir segja auðvitað ekki neinn sannleika, en þær öftruðu ekki hæstv. forsætisráðherra frá því fyrir nokkrum árum að krefjast þess að þáverandi ríkisstjórn skilaði lyklunum þegar hún mældist með 32 eða 33%. Ég spyr: Ætlar forsætisráðherra að skila lyklunum núna?

Hæstv. forsætisráðherra hefur skrifað upp á aðgerðir í húsnæðismálum, í innviðauppbyggingu og öðru slíku. Mun hann taka alvarlega áhyggjur meiri hluta þjóðarinnar og hvernig ætla menn að bregðast við þeim? Eða telur hann að þetta séu bara hughrif? Og hughrif hverra þá?