154. löggjafarþing — 29. fundur,  13. nóv. 2023.

vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga.

485. mál
[23:35]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Virðulegur forseti. Ég hef ákveðið að sitja hjá í þessu máli vegna þess að ég styð þetta mál eins og það liggur fyrir og er ekkert sérstaklega að hugsa um þetta forvarnagjald eða hvernig við ætlum að fjármagna þetta heldur bara um að það verði að fjármagna þetta. Það skiptir ekki máli fyrir mig hvort það er gert á þennan hátt eða með sköttum sem gætu þá verið nýttir í annað. Það sem er komið í ríkissjóð er hægt að nýta í áframhaldandi uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í Grindavík til framtíðar. Ég er ánægður með að það sé verið að grípa til aðgerða til að verja innviði á Suðurnesjum sem eru algjörlega nauðsynlegar, alger forsenda fyrir því að við getum haldið áfram að búa þarna. Þess vegna sit ég hjá í þessu máli.