154. löggjafarþing — 29. fundur,  13. nóv. 2023.

vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga.

485. mál
[23:38]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Herra forseti. Þingflokkur Miðflokksins styður þær aðgerðir sem hér er lagt til að verði gengið til en við andmælum því harðlega að fyrsta lausnin í þessum efnum sé að auka skattheimtu borgarana í landinu. Hvernig getur það verið að þegar atburðir eins og þeir sem nú er að eiga við og eru í gangi sé fyrsta viðbragð ríkisstjórnarinnar að auka skatta? Ég hefði ekki trúað þessu á suma sem ríkisstjórnina styðja, en svona er þetta nú samt. Ég held miðað við að við höfum það í huga að ráðherrar ríkisstjórnarinnar valsa hér um dagana langa og útskýra að hér verði þjóðarhallir og dvalarheimili byggð innan úr varasjóðum ríkissjóðs og mæta síðan hér og eru ekki til í það að tilkynna að við ætlum að byggja þessa varnargarða þannig að mestar líkur séu á því að mestu verðmætum sé bjargað innan úr þeim fjármunum sem við höfum þegar ráðstafað til varúðar, heldur ætlum við að leggja á meiri skatta — það eru ekki skilaboð sem við eigum að senda elsku vinum okkar í Grindavík sem eiga nú um bágt að binda.