144. löggjafarþing — 3. fundur,  11. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[11:07]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hæstv. forsætisráðherra, hefur sagt að það sé löngu sannað að hækkanir á sköttum á matvæli bitni verst á hinum lægst launuðu. Nú er það þannig að hinir lægst launuðu hafa ekki notið skattalækkana, einvörðungu hinir efnameiri. Við hljótum að spyrja hæstv. fjármálaráðherra: Hvernig réttlætir hann það að hækka skatta á þá lægst launuðu á sama tíma og hann lækkar skattana á hina ríku í landinu?

Hæstv. fjármálaráðherra: Er það rétt munað hjá mér að hækkunin á matarskatti úr 7 í 12% sé stærsta einstaka skattahækkun Íslandssögunnar, eða a.m.k. eftir hrun? Hefur einhver annar fjármálaráðherra gengið í þennan ræðustól og lagt til 11 milljarða skattahækkun á nauðsynjavörur almennings í einni aðgerð? (Forseti hringir.) Er þetta ekki stærsta skattahækkun, a.m.k. eftir hrun, sem við höfum séð á almenning í landinu?