148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[17:31]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála hv. þingmanni um að auka megi gagnsæi í framsetningunni. Þetta kann stundum að virka nokkuð ruglingslegt, sérstaklega þegar við fáum tiltölulega lítinn tíma til að fara yfir lykiltölur. Ég tek það mjög alvarlega sem kemur fram í máli hv. þingmanns og ætla að skoða hvort hreinlega megi einfalda framsetninguna þannig að við deilum ekki um tölur af þessum toga. En aðalatriðið er að við aukum verulega fjárframlög til háskólastigsins, aukum framlög er varða rannsóknir og nýsköpun. Ég hlakka virkilega til að fara í þá vegferð sem fram undan er við að bæta stöðu háskólastigsins.