151. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[12:45]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Mig langar til að inna eftir tvennu. Eitt stórt verkefni sem er í kortunum er brú yfir Ölfusá sem menn hafa hugsað sér að setja í einkaframkvæmd. Sú framkvæmd, ef ég skil rétt, er í sjálfu sér tilbúin en tefst væntanlega vegna þess að það tekur tíma að koma á einkaframkvæmd. Væri það dæmi um verkefni sem væri hugsanlega hægt að taka fram fyrir í röðinni og beita þá einkaframkvæmdinni á öðrum sviðum?

Varðandi fjárfestingar í mýkri geirum, skulum við segja, nýsköpun og þess háttar, spyr ég líka: Væri ekki skynsamlegt að flýta t.d. fjármagninu í Tækniþróunarsjóð, inn í Stuðnings-Kríu sem var vanfjármögnuð um 500–600 milljónir, með fjárauka núna einmitt til þess að koma af stað öllum þessum verkefnum strax? Það er það sem við þurfum svo mikið á að halda.