151. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[17:31]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta var voðalega einföld spurning: Finnst hv. þingmanni það vera réttlætanleg krafa að lífeyrir almannatrygginga fái sömu hækkun og lægstu laun samkvæmt lífskjarasamningum? Þetta er ekki flóknari spurning en það. Svör um að það komi frumvarp seinna o.s.frv., þarf að bíða með að svara þessari spurningu þar til þá? Ég velti því fyrir mér. Þannig að ég spyr aftur: Finnst hv. þingmanni það vera réttlætanleg krafa að lífeyrir almannatrygginga, samkvæmt 69. gr. almannatryggingalaga, fái sömu hækkun og lægstu laun samkvæmt lífskjarasamningum sem eru á þessu ári 33.750 kr.?