154. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[10:50]
Horfa

Hildur Sverrisdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Það hefur tekist að viðhalda kaupmætti og styrkja húsnæðis- og barnabótakerfin. Verðbólgan er auðvitað mikil áskorun en breytingar á tekjuskattskerfinu hafa stuðlað að bættum kaupmætti heimilanna, ekki síst þeirra sem eru með lægstar tekjur. Breytingar á barnabótakerfinu hafa tryggt 3.000 fleiri fjölskyldum barnabætur. Þegar hv. þingmaður ræðir hér um fullfjármagnaðan kjarapakka og endurskoðun skattkerfisins til þess verð ég að fá að spyrja hana: Hvaða skatta ætlar Samfylkingin að hækka?