148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[20:09]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Út af orðaskiptum milli hv. þingmanns og hæstv. ráðherra vil ég mótmæla því að fyrri umræða um fjármálastefnuna, sem á að duga allt kjörtímabilið, sem má ekki breyta nema eitthvað hræðilegt gerist og fær aðeins tvær umræður, sé tekin á hundavaði og í mikilli tímaþröng þar sem við reynum að gera það sem við höfum í raun ekki tíma til að gera. Það kemur ekki til greina af minni hálfu — ég vil að þau skilaboð séu skýr til forseta — að taka fyrri umræðu um fjármálastefnuna í tímahraki núna fyrir áramót.

(Forseti (SJS): Forseti hefur heyrt hvað hv. þingmaður segir og hefur það í huga.)