154. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[09:45]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Eins og forseti gat um í upphafi fundar er gert ráð fyrir því að andsvarareglur verði víkkaðar vegna ræðu hæstv. fjármálaráðherra. Munu því fimm hv. þingmenn, fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna, komast að og andsvarareglurnar verða með þeim hætti að hvert svar og hvert andsvar má standa í allt að tvær mínútur.