133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

rannsókn sakamála.

[15:30]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Herra forseti. Ég tel að jafnræðisreglan gildi fyrir íslenskum dómstólum og hef ekki orðið var við annað en að hún gildi þar. Varðandi hins vegar réttarfarið í landinu, sérstaklega opinbera réttarfarið, liggur fyrir og hefur verið til kynningar á vef dómsmálaráðuneytisins frumvarp til laga um meðferð sakamála. Sá kynningarfrestur rann út 15. nóvember sl. Síðan verður farið yfir þær tillögur sem þar komu fram og væntanlega lagt fram frumvarp, vonandi á yfirstandandi þingi, en ráðuneytið á eftir að fara yfir þá þætti. Þar hljóta álitamál af þessum toga sem hv. þingmaður gerði að umtalsefni að koma til skoðunar.