137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[17:55]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég verð að játa um síðustu spurninguna að ég er ekki fær um að svara henni nákvæmlega. Já, það er rétt að þetta eru stærri tölur en menn sáu í nágrannalöndunum. En ég held líka að um leið og við fjöllum um það eins og það er sé mikilvægt fyrir okkur að horfa líka á kostina í stöðunni. Sú aðferðafræði sem notuð er við endurreisn bankakerfisins gerir það að verkum að umtalsverður hluti þeirra krafna sem við fjöllum hér um fellur á kröfuhafana í gömlu bönkunum eins og Framsóknarflokkurinn hefur raunar vakið talsvert mikla athygli á. Það skapar auðvitað nýju starfseminni allt önnur skilyrði heldur en ætla mætti af þessum tölum um vanskil á útlánum og færi til að mæta í afskriftum og niðurfærslum til einstakra viðskiptavina miklu af þeim erfiðleikum sem atvinnulíf og (Forseti hringir.) hugsanlega heimili eiga sömuleiðis í.