142. löggjafarþing — 30. fundur,  18. sept. 2013.

lög um fjárreiður ríkisins.

[15:28]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Við getum verið sammála, ég og hv. þingmaður, um að það er orðið mjög mikilvægt og brýnt verkefni að laga aðbúnað á Landspítalanum. Er engin önnur leið fær en að stofna slíkt félag og taka þetta út fyrir efnahag ríkisins? Jú, ég tel að fleiri leiðir séu færar. Í því sambandi getum við í fyrsta lagi horft til þess hvort ríkið búi hugsanlega yfir einhverjum eignum sem það getur selt, bæði til að greiða niður skuldir en líka til þess að ráðstafa í önnur brýn samfélagsleg verkefni eins og þetta. Í öðru lagi getum við með því að auka umsvifin í hagkerfinu vænst þess að innan skamms sé ríkissjóður kominn í betri færi til þess að fara í stærri framkvæmdir. Í þriðja lagi getum við horft til þess að við höfum í mjög mörg ár verið með risaverkefni í gangi í samgöngumálum, við erum nýbúin að setja 12 milljarða Norðfjarðargöng af stað og erum í stórum framkvæmdum (Forseti hringir.) víða annars staðar, og kannski kemur einhvern tímann að því að við spyrjum (Forseti hringir.) okkur hvort þeim fjármunum væri betur beint (Forseti hringir.) inn í heilbrigðiskerfið.