149. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2018.

fyrirkomulag óundirbúinna fyrirspurna.

[15:53]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vil bara koma upp á móti hv. þingmanni sem tók áðan til máls. Fyrirkomulagið er þannig að tvisvar í viku er óundirbúinn fyrirspurnatími. Stjórnarandstaðan, hver flokkur fyrir sig, fær eina fyrirspurn hver í bæði skiptin, svokallað aukaslott er þá á mánudeginum og þá er möguleiki fyrir þingmenn stjórnarinnar til að koma með fyrirspurnir á ráðherra. Það finnst mér mjög eðlilegt. Mér finnst það jákvætt og ég vil lýsa því yfir að mér finnst þetta gott framtak hjá forseta.