137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[16:43]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Varðandi einkavæðingu bankanna og þú vitnaðir í hv. þm. Guðbjart Hannesson, ég ætla svo sem ekki að verja hann en ég hlustaði á ræðu hans þar sem hann gagnrýndi það harðlega að ríkið skyldi ekki hafa haldið eftir eignarhlut í öllum bönkunum á sínum tíma. Þannig að sitt sýnist hverjum.

Varðandi Icesave og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ég hef alltaf verið fylgjandi því að þjóðin geti sjálf tekið ákvörðun um það hvenær hún vilji þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál, það sé ekki ákvörðun okkar þingmanna að taka ákvörðun um slíkt, það sé hlutverk þjóðarinnar sjálfrar að taka slíka ákvörðun. Ég hef m.a. gert grein fyrir því að í því frumvarpi sem er til umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslur eigi þjóðin sjálf að geta tekið ákvörðun um slíkt en ekki einstakir alþingismenn.