137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

125. mál
[18:37]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að leyfa mér að taka undir með fyrrverandi, þ.e. gamla hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni, þegar hann sagði að stundum heyrðist sú hjáróma rödd að einstök mál væru of flókin fyrir þjóðina. Þess vegna væri ekkert jafnömurlegt og að heyra að slík mál væri ekki hægt að fara með í þjóðaratkvæði. Það er einmitt það sem hæstv. forsætisráðherra sagði áðan. Hún er hins vegar reiðubúin að leggja ESB-samninginn undir þjóðina og ég get ekki betur séð en hann verði a.m.k. jafnflókinn ef ekki töluvert mikið flóknari en Icesave-samningarnir. Varðandi það að skýla sér á bak við tímaleysi, varðandi kynningu, það er ekki verið að gera neitt annað en að forðast að svara þeirri einföldu spurningu að auðvitað á Icesave-málið að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu ef menn telja að ESB-samningurinn eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.