138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

viðvera ráðherra.

[14:39]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Frú forseti. Ég tek undir að það er mikilvægt að bekkurinn sé þétt skipaður þegar umræða um þessi stóru grundvallarmál fer fram og ég veit að forsætisráðherra verður við umræðuna í dag. Hvort hún er komin í hús núna veit ég ekki, ég get upplýst um að hún ætlaði að koma um tvöleytið og vera við umræðuna eins og hún stæði í dag. Ráðherrar eru meðvitaðir um að það er mikilvægt að þeir séu hér til að svara spurningum, taka á móti beiðnum um upplýsingar og veita upplýsingum sem kallað er eftir og kunna að koma fram, inn í umræðuna. Ég veit um viðveru hæstv. forsætisráðherra og væntanlega annarra ráðherra eftir því sem efni standa til þannig að ég held að við séum öll sammála um að það er mikilvægt að þessi umræða fari fram með þessum hætti. Enda verður hæstv. forsætisráðherra hér og aðrir líkast til einnig, eftir því sem efni standa til.