150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

umfjöllun um Samherjamálið.

[15:07]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég skal ekki segja mikið um fundarstjórn forseta að öðru leyti en því að ég ætla bara að firra forseta því amstri að þurfa að ganga á eftir mér til að koma hér og vera viðstaddur óundirbúnar fyrirspurnir í fyrramálið. Að sjálfsögðu mun ég verða við því. Ég hef aldrei skorast undan því að taka umræðu við þingið þegar eftir er leitað og er heiður sýndur með tækifæri til að taka þátt í umræðu um þetta sorglega og suddalega mál. Ég held að full þörf sé á því að taka það fyrir á morgun og ég skorast ekki undan þeirri umræðu og þakka fyrir boðið.