152. löggjafarþing — 31. fundur,  1. feb. 2022.

málefni innflytjenda.

271. mál
[17:08]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Hér spyr þingmaðurinn út í það sem talsvert var rætt um á fyrra þingi, þ.e.: Mun umsækjendum fjölga við þetta? Að mínu mati og að mati ráðuneytisins ætti það ekki að gerast út frá þessu frumvarpi. Meiningin með frumvarpinu er einfaldlega að veita Fjölmenningarsetri auknar heimildir til að skoða upplýsingar, annars vegar um sveitarfélag og hins vegar um einstakling sem hefur fengið vernd, og para saman þannig að sú þjónusta sem sveitarfélag getur veitt nýtist sem best þeim þörfum sem einstaklingurinn hefur.