Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

lögfræðiálit vegna ÍL-sjóðs.

[13:55]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill geta þess í sambandi við lögfræðileg álit af þessu tagi að þá er það á forræði nefndarinnar, eða eftir atvikum meiri hluta hennar, hvernig ákvörðun er tekin í þeim efnum. Hins vegar er það auðvitað svo að þegar verið er að forgangsraða, og það er reynsla undanfarinna ára þegar verið er að forgangsraða hvaða lögfræðiálit eru keypt utan að, þá er að meginstefnu til miðað við þingmál sem hér eru til afgreiðslu.