Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[15:36]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og fram kemur í þessari fyrirspurn þá er þetta allt saman skrifað út í skýrslunni og það sem ég hef sagt fyrir þingnefndum stendur, m.a. það að þegar endanleg ákvörðun er tekin um verð og magn þá er verið að horfa til þess hvernig úthlutun mun koma út. Og já, við vildum standa við það sem lagt hafði verið upp með, að tryggja bæði dreift og fjölbreytt eignarhald. Og já, við höfðum upplýsingar um að ef við vildum sækjast eftir hærra verði þá myndi það hafa töluvert mikil áhrif, m.a. á erlenda eignarhaldið.