Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[16:13]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Hildi Sverrisdóttur fannst ég yfirlýsingaglöð. Ég sagði bara nákvæmlega ekki neitt sem ekki var í skýrslunni. Kannski dró ég einstaka sinnum einhverjar ályktanir en allt sem ég sagði var sagt í skýrslunni. Ég vitnaði bara í skýrsluna en ekki í ríkisendurskoðanda eða neitt af því sem hann sagði á fundinum í gær. Ég vitnaði bara í skýrsluna. Það sem hann sagði hins vegar á fundinum í gær var að hann teldi það ekki sitt hlutverk að taka afstöðu til lögbrota. Hann sagði það. Hann dró línuna þar. Ég man ekki hvernig hann orðaði það, en hann sagði að hann teldi það ekki sitt hlutverk að taka afstöðu til lögbrota.