Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[17:12]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það er rétt, það er ekkert fjallað um akkúrat þetta atriði í skýrslunni. Hæfi ráðherra til að taka þessa ákvörðun — getum við lagt þá reglustiku yfir alla kaupendur? Og hvernig eru hæfisreglur stjórnsýslunnar, hvað segja þær? Voru þarna fleiri sem voru tengdir ráðherra eða Bankasýslunni? Þetta var ansi stór listi og ég er viss um að ef við förum nákvæmlega yfir hann með þeim gleraugum þá myndum við finna fleiri sem voru óhæfir við söluna en hvenær við aftengjum slíkt hæfi í íslensku samfélagi veit ég ekki. Ég er ekkert að mæla með slíkri aðkomu en alla vega er þetta ekki nefnt í skýrslunni og ekki tekin afstaða til þess. Það er rétt.